Þöglar myndirnar - Smá hugleiðing og áhorfslisti

11. október 2006

Uppáhalds tímabil mitt í kvikmyndasögunni er þöglumyndatímabilið en ég tel að besti áratugur kvikmyndasögunnar hafi verið 1919-1929.

Ástæðan fyrir því að ég er svo hrifinn af þöglum myndum er sú að þar reyndi á hæfileika leikstjóra í að tjá sig myndrænt. Lausnirnar eru oftast mun áhugaverðari en það sem maður sér í talmyndunum. Reyndar tel ég að talið hafi komið allt of fljótt og í raun verið áfall fyrir kvikmyndina. Við hefðum líklega mun þróaðra kvikmyndamál ef talið hefði komið svona 20 árum síðar.

Og það sorglegasta af öllu er að fólk hætti að mestu að framleiða þöglumyndir þegar hljóðið kom, rétt eins og þær væru óþarfar. Þetta er svona svipað og ef málari hætti að nota kol vegna þess að það er hægt að nota olíu eða að skáld hættu að yrkja ljóð vegna þess að það er hægt að skrifa skáldsögu.

Ég skora á þá sem ekki þekkja til þessa stórkostlega listforms að kynna sér það. Ég tók saman smá lista fyrir þá sem hafa áhugasama (ég hef bara valið það sem er þegar til á DVD). Þetta er listi yfir það sem fólk verður helst að sjá. Látið mig endilega vita ef ykkur finnst eitthvað vanta á listann. Hann var unninn í hasti og eftir minni.

 1. The Passion of Joan of Arc (Carl Theodor Dreyer: 1928)
 2. The Man with a Movie Camera (Dziga Vertov: 1929)
 3. The Battleship Potemkin (Sergei M. Eisenstein: 1925)
 4. Sherlock Jr. (Buster Keaton: 1924)
 5. The General (Buster Keaton: 1927)
 6. The Garden of Eden (Lewis Milestone: 1928)
 7. The Birth of a Nation (D.W. Griffith: 1915)
 8. Broken Blossoms or The Yellow Man and the Girl (D.W. Griffith: 1919)
 9. Pandora’s Box (Georg Wilhelm Pabst: 1929)
 10. The White Hell of Pitz Palu (Arnold Fanck & Georg Wilhelm Pabst: 1929)
 11. Diary of a Lost Girl (Georg Wilhelm Pabst: 1929)
 12. Der Golem (Carl Boese & Paul Wegener: 1920)
 13. Safety Last! (Fred C. Newmeyer & Sam Taylor; 1923)
 14. Das Cabinet des Dr. Caligari. (Robert Wiene: 1920)
 15. Metropolis (Fritz Lang: 1927)
 16. Nosferatu, eine Symphonie des Grauens (F.W. Murnau: 1922)
 17. Faust (F.W. Murnau: 1926)
 18. The Last Laugh (F.W. Murnau: 1924)
 19. Sunrise: A Song of Two Humans (F.W. Murnau: 1927)
 20. Tabu: A Story of the South Seas (F.W. Murnau: 1931)
 21. The Thief of Bagdad (Raoul Walsh: 1924)
 22. Ménilmontant (Dimitri Kirsanoff: 1926)
 23. L’Étoile de mer (Man Ray: 1928)
 24. H2O (Ralph Steiner: 1929)
 25. Vormittagsspuk (Hans Richter: 1928)
 26. Regen (Mannus Franken & Joris Ivens: 1929)
 27. La Coquille et le clergyman (Germaine Dulac: 1928)
 28. Polizeibericht Überfall (Ernö Metzner: 1928)
 29. Autumn Fire (Herman G. Weinberg: 1931)
 30. The Dying Swan (Yevgeni Bauer: 1917)
 31. Modern Times (Charles Chaplin: 1936)
 32. City Lights (Charles Chaplin: 1931)
 33. The Gold Rush (Charles Chaplin: 1925)
 34. The Kid (Charles Chaplin: 1921)
 35. The Circus (Charles Chaplin: 1928)
 36. The Lodger (Alfred Hitchcock: 1927)
 37. Blackmail (Alfred Hitchcock: 1929)
 38. Asphalt (Joe May: 1929)
 39. The Fall of the House of Usher (James Sibley Watson & Melville Webber: 1928)
 40. Un chien andalou (Luis Buñuel: 1929)
 41. The Telltale Heart (Charles Klein: 1928)
 42. Portrait of a Young Man in Three Movements (Henwar Rodakiewicz: 1931)
 43. Meshes of the Afternoon (Maya Deren & Alexander Hammid: 1943)
 44. Footnote to Fact (1933: Lewis Jacobs)
 45. Hell’s Hinges (Charles Swickard: 1916)
 46. The Unknown (Tod Browning: 1927)
 47. The Ace of Hearts (Wallace Worsley: 1921)

Svo mæli ég með þessum safndiskum:

 1. Avant Garde - Experimental Cinema of the 1920s & 1930s
 2. Unseen Cinema - Early American Avant Garde Film 1894-1941
 3. The Movies Begin - A Treasury of Early Cinema, 1894-1913
 4. Treasures From American Film Archives - Encore Edition
 5. More Treasures from American Film Archives 1894-1931

Svo er hér linkur á frábæra þöglumyndasíðu. Þar er jafnframt að finna topp 100 lista.

Hverjar eru annars uppáhalds þöglumyndir ykkar?

Fyrsta færslan

11. október 2006

Velkomin í bloggið þitt á Blogg.is. Þetta er fyrsta færslan þín sem þú getur breytt (eða eytt). Byrjaðu að blogga!